Fallegt í vasa…

…fyrir jól fór ég með ykkur Risamarkaðinn í Holtagörðum, þar sem er m.a. Lagersala frá Ásbirni Ólafss. Heildverslun. Markaðurinn er sem sé enn opinn um helgar (smella hér til þess að skoða á Facebook) og ég kíkti örlítið við.

Þessi færsla er því unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson Heildverslun

…það er enn fullt af fallegum hlutum þarna, og því vel þess virði að fara og skoða. Auk þess sem það er skrautvara og nytjahlutir – þá er líka fullt af fatnaði og öðru slíku…

…og Tamaris skór, ég stenst aldrei Tamaris skó!

…ég var líka skotin í þessu stjörnuljósi…

…og svona grófar bastluktir eru alltaf svo fallegar…

…geggjaðar tréskálar…

…og talandi um skálar þá eru dönsku Margrethe Rosti skálarnar til þarna núna, og þar á meðal þessar úr stáli sem mér fannst sérlega flottar…

…vasar og punt…

…og þá komum við að máli málanna, A Simple Mess vasarnir, sem eru svo fallegir og skemmtilegir í skreytingar…

…ég tók tvo af þessum stærri með mér heim, 20cm og 10 cm – auk tveggja lítilla. Eins og þið sjáið þá er svona “sigti” ofan á þeim, sem þýðir að þú stingur bara blómum niður eftir hentugleika…

…mér fannst reyndar sniðugt líka að nýta þá svona. Undir förðunarbursta og bómull inni á baði…

…mér finnst það koma skemmtilega út…

…en yfir í vasana, hér sjáið þið þá með bara örfáum stilkum. Auðvelt að sjá fyrir sér stráin og annað slíkt í íslensku sumarblómunum…

… og svo bætti ég við smá nellikkugreinu, fínlegum Eucalyptus og einum Crysanthemum (Krusi) sem ég skipti niður…

…prufaði líka eina lilju með – mér finnst þetta t.d. verka ekta á borð í veisluna…

…svo fannst mér skemmtilegt að setja bara kerti í miðjuna á lægri vasanum…

…þetta væri líka skemmtilegt í fermingarveislu og að vera með merkt kerti…

…þið sjáið líka hér að þetta eru ekki mjög margir stilkar, það er alveg nóg laust enn…

…ég er alltaf svo hrifin af þessum krusa, minnir svo á Baldursbránna og því sumarið…

…svo er líka gaman að sjá hvað það breytist mikið við að bæta smá bleikum lit inn…

…það þarf ekki mikið til þess að breyta skreytingu…

…og eins að taka einstaka knúbba og leggja bara á borðið í kringum vasana…

…eins eru bakkar snilld, þeir ramma inn svæðið sem maður vill skreyta…

…vona að þið hafið haft gaman að þessu –
smá svona blómapóstur með fróðleik með!

Risamarkaðurinn er svo opinn núna um helgina í Holagörðum:
Föstudag kl: 12-18
Laugardag kl: 12-17
Sunnudag kl: 13-17

Vona að þið eigið yndislegan dag

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *